Lárus Ástmar sestur á þing

Lárus Ástmar Hannesson tók sæti á Alþingi í gær, í fjarveru Lilju Rafneyjar. Lárus er fæddur 15. júlí 1966, er
grunnskólakennari og varaþingmaður norðvesturkjördæmis. Lárus er að taka sæti á þingi í fyrsta sinn og var öflugur á sínum fyrsta degi, fór í óundirbúnar fyrirspurn á sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra og spurði hann um málefni tengd makrílnum.
Einnig tók hann til máls í umræðum um fjáraukalög og landbúnað.