Lilja Rafney og Bjarni Jónsson fyrir vestan

Lilja Rafney Magnúsdóttir og Bjarni Jónsson, tvö efstu á lista VG á Norðvesturkjördæmi halda sameiginlega fundi um það sem hæst ber í málefnum kjördæmisins næstu tvo daga. Fundirnir verða á Ísafirði, Hólmavík og Búðardal í dag, mánudaginn 17. október og á morgun, þriðjudaginn 18. október. 

 Fyrsti fundurinn er í kvöld á Ísafirði. 

Ísafjörður: Edinborg Café kl 20, kaffi á könnunni og hinir óviðjafnanlega skemmtilegu happdrættismiðar til sölu.

Á morgun eru fundir á Hólmavík og í Búðardal.

Hólmavík: Café Riis kl 17, kaffi og hjónabandssæla, auk happdrættismiðanna góðu.

Búðardalur: Fundurinn verður á Erpsstöðum þriðjudagskvöldið kl. 20:00.