Line Barfod um félagsleg fyrirtæki

VG-stofan á morgun klukkan 18.00

Gestum VG-stofunnar er boðið á lítinn fyrirlestur og samtal, klukkan 18.00 á morgun, fimmtudag. Danski lögfræðingurinn Line Barfod, ræðir  félagsleg fyrirtæki og samfélagslega ábyrgð. Fyrirlesturinn verður á ensku eða dönsku, eftir því hvort fundargestir kjósa.

„Sosiale virksomheder“ er danska nafnið á fyrirtækjum sem rekin eru í með það meginmarkmið að vera samfélaginu til gagns og skapa félagslegan ávinning, en eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Line Barfod, lögfræðingur og fyrrum formaður flokkahóps norrænna Vinstri grænna flokka í Norðurlandaráði kemur á VG stofuna á morgun og segir frá pólitíkinni á bak við stofnun og rekstur  félagslegra fyrirtækja í Danmörku.

Line Barfod hefur áður komið hingað til lands og haldið fyrirlestra um mikilvægustu málefni samtímans.  Fyrr á þessu ári talaði hún mansal,  þrælahald nútímans,  á fjölmennum fundi í Norræna húsinu. Þar talaði Line á vegum Norræna félagsins og Vinstri grænna. Nú heldur hún fyrirlestur á vegum VG, þar sem hún talar inn í kosningabaráttuna, um mikilvæga leið í átt að betra samfélagi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.