Listi VG í Suðurkjördæmi

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður, leiðir áfram lista VG í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar. Kjördæmisráðið samþykkti listann á Selfossi nú um helgina og er þetta fyrsti listi VG sem birtur er fyrir þessar kosningar. Sömu einstaklingar og áður skipa efstu sæti listans, en næst á eftir koma nýir frambjóðendur inn. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir er í öðru sæti, Daníel E. Arnarson í þriðja og Dagný Alda Leifsdóttir í skipar fjórða sætið.  Listar VG birtast einn af öðrum á næstu dögum. Forval verður í SV-kjördæmi um sex efstu sætin þar, listi NV-kjördæmis verður borinn upp til samþykktar á þriðjudag og í dag var ákveðið að listi Norðausturkjördæmis yrði borinn upp 9. oktober. Daginn eftir landsfund.

 

Framboðslisti Suðurkjördæmi
Ari Trausti Guðmundsson Jarðfræðingur
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Sauðfjárbóndi
Daníel E. Arnarsson Framkvæmdastjóri
Dagný Alda Steinsdóttir Innanhúsarkitekt
Helga Tryggvadóttir Náms- og starfsráðgjafi
Gunnar Marel Eggertsson Skipasmíðameistari
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir Nemi
Gunnar Þórðarson Tónskáld
Hildur Ágústsdóttir Kennari
Gunnhildur Þórðardóttir Myndlistamaður
Einar Sindri Ólafsson Háskólanemi
Ida Løn Framhaldsskólakennari
Hólmfríður Árnadóttir Skólastjóri
Einar Bergmundur Arnbjörnsson Þróunarstjóri
Anna Gunnarsdóttir Hjúkrunarfræðingur
Jónas Höskuldsson Öryggisvörður
Steinarr Guðmundsson Verkamaður
Svanborg Jónsdóttir Dósent
Ragnar Óskarsson Eftirlaunamaður
Guðfinnur Jakobsson Bóndi