Málefnahópar VG fyrir landsfund 2019

Málefnahópar hafa verið stofnaðir til að vinna að stefnumálum VG fram að landsfundi hreyfingarinnar næsta haust. Tveir hópsstjórar hafa verið settir yfir hvern hóp og með þeim vinna líka starfsmenn hreyfingarinnar. Einn hópanna, stjórnarskrárhópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur þegar tekið til starfa. Skráning stendur yfir í hina hópana og eru félagar hvattir til að skrá sig sem fyrst  og helst fyrir miðjan næsta mánuð.

Stjórnarskrárhópur – Katrín Jakobsdóttir.  (Leifur Gunnarsson, Björg Eva)

Matvælahópur – Jóna Björg og Berglind Häsler. (Kári Gautason)

Jafnréttishópur – Þorsteinn V. og Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir.  (Anna Lísa)

Kjaramálahópur – Torfi Stefán Jónsson og Gerður Gestsdóttir (Leifur Gunnarsson)

Heilbrigðishópur – Álfheiður Ingadóttir og Iðunn Garðarsdóttir. (Bjarki Þór)

Orku/umhverfishópur – Kolbeinn Óttarsson Proppé og Anna Guðrún Þórhallsdóttir.  (Björg Eva)

Menntamálahópur – Ingibjörg Þórðardóttir og Hólmfríður Árnadóttir (Anna Lísa)

Málefni ungs fólks UVG – Hreindís Ylva og Elva Hrönn. (Bjarki Þór/Kári)