Málefnin rædd fyrir stjórnarmyndun

Formleg vinna málefnahópa flokkanna í ríkisstjórnarviðræðum Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG,  hefjst í dag kl.13.00 á nefndarsviði Alþingis.

Hóparnir eru fjórir og í hverjum þeirra verður einn fulltrúi frá frá hverjum úr fimm flokka sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, verður Steingrímur J. Sigfússon í hópi um efnahagsmál. Í hópi um heilbrigðis- og menntamál verður Rósa Björk Brynjólfsdóttir, í hópi um atvinnumál Lilja Rafney Magnúsdóttir og í málefnahópnum sem fjallar um stjórnarskrá og utanríkismál situr Steinunn Þóra Árnadóttir fyrir hönd VG.

Undir kvöld hittist þingflokkur VG og fer yfir vinnu dagsins.