Meirihlutasamstarf VG í Borgarbyggd með Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu og óháða

Meirihlutasamstarf VG í Borgarbyggd með Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu og óháða

Vinstri hreyfingin Grænt framboð fékk góða kosningu í Borgarbyggð og bætti við sig manni en Halldóra Lóa Þorvalsdsdóttir oddviti flokksing verður formaður Byggðaráðs og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður Umhverfis og skipulagsnefndar og eru þær kjörnir fulltrúar flokksins.

Mikil gleði ríkti í hópnum og einskorðaðist baráttan af samheldni og samvinnu allra sem að henni stóðu. Við fengum frábæra nýliða inn í hópinn sem stóðu upp þegar á þurfti að halda og tóku á sig vinnu ekki er sjálfsagt að leggja á nýliða.

VG í Borgarbyggd kláraði í skrifaði undir málefnasamning við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu og óháða. Samningar gengu vel fyrir sig en ekki komu upp stór ágreiningsmál í ferlinu. Hópurinn er ánægður með samninginn og telur að málefni VG komi þar skýrt fram.

Við leggjum áhersu á aukna innviðauppbygginu og viðhald í samfélaginu. Að komið verði betur til móts við þarfir barna í sveitafélaginu og aðbúnaður þeirra verði bættur. Það er hluti af forvörnum til svo margra þátta að búa betur að börnunum okkar. Umhverfisstefnan er líka skýr og á að fara taka fyrstu skrefin í að kolefnisjafna bílaflota sveitafélagsins auk þess sem sorpmálin verða tekin fastari tökum og flokkun sorps. Einnig vonumst við til að vinna vel með öllum kjörnum fulltrúum því við erum jú öll að taka þátt í þessu til að bæta sveitafélagið okkar og mörg málefni sem voru sameiginleg með öllum framboðunum

 

Okkur hlakkar mikið til að taka þátt áframhaldandi uppbyggingu Borgarbyggðar og erum einnig þakklát góðu gengi í kosningunum.