Norðausturkjördæmi: Í vikunni og á kjördag

 Kæru félagar

 

Nú styttist óðum í kjördag og rétt að fara yfir það helsta sem er á döfinni næstu daga og á kjördaginn sjálfan hjá Vinstri grænum í Norðausturkjördæmi. Frambjóðendur eru á ferð og flugi og munu auk auglýstra funda mæta á viðburði og heimsækja kosningamiðstöðvar. 

 

Fundir og viðburðir

Eftirtaldir opnir fundir með frambjóðendum Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi verða í vikunni:

Þriðjud. 25. okt: Höllinn Ólafsfirði, kl. 17:00.

Þriðjud. 25. okt: Allanum Siglufirði, kl. 20:00.

Miðvikud. 26. okt: Kaffi Kú Eyjafjarðarsveit, kl. 12:00.

Miðvikud. 26. okt: Við höfnina Dalvík, kl. 20:00.

Fimmtud. 27. okt: Kaffihúsinu Eskifirði, kl. 17:30.

 

BarSvar í Neskaupstað

Vinstri græn verða með BarSvar (pub-quiz) í kosningamiðstöðinni í Sigfúsarhúsi (efri hæð) fimmtudagskvöldið 27. október, kl. 20:30. 

 

BarSvar á Húsavík

Vinstri græn verða með BarSvar (pub-quiz) og óvænt skemmtiatriði frambjóðenda í kosningamiðstöðinni (Garðarsbraut 26) fimmtudagskvöldið 27. október, kl. 20:00-22:00.

 

Prins Póló hitar upp fyrir kjördag  

Vinstri græn bjóða til tónleika á Café Amour föstudagskvöldið 28. október. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00.

Fram koma Prins Póló, Kristján Eldjárn Hjartarson og fleiri.

Frambjóðendur verða á staðnum.

Frítt inn og allir velkomnir!

 

Opnunartímar kosningamiðstöðva

Akureyri, í Brekkukoti: miðvikudag-föstudag, kl. 15:00-18:00. 

Djúpivogur, í þjónustuhúsi tjaldstæðisins: fimmtudag og föstudag, kl. 17:00-19:00.

Neskaupstaður, í Sigfúsarhúsi, efri hæð: fimmtudag og föstudag, kl. 17:00-18:00. 

Húsavík, að Garðarsbraut 26: miðvikudag og föstudag, kl. 17:00-19:00, fimmtudag kl. 17:00-22:00.

Fimmtudag, kl. 17:00-22:00. 

 

Opnanir, viðburðir og akstur á kjördag

Akureyri: 

Opið í Brekkukoti frá kl. 10:00. Vöfflukaffi fram eftir degi.

Kosningavaka í Brekkukoti (Brekkugötu 7) frá kl. 21:00 og inn í nóttina. 

Kjósendur á Akureyri sem þurfa akstur á kjörstað geta hringt í síma 842 0601. 

 

Djúpavogur: 

Kosningamiðstöðin opin frá kl. 13:00-20:00.

Kjósendur á Djúpavogi sem þurfa akstur á kjörstað geta hringt í síma 899 5899.

 

Neskaupstaður: 

Kosningakaffi í Mýrinni frá kl. 12:00-18:00.

Kjósendur í Neskaupstað sem þurfa akstur á kjörstað geta hringt í síma 847 8208. 

 

Húsavík:

Kosningakaffi í kosningamiðstöðinni frá kl. 14:00-18:00.

Kosningavaka í kosningamiðstöðinni frá kl. 21:30 og inn í nóttina. 

Kjósendur á Húsavík sem þurfa akstur á kjörstað geta hringt í síma 864 0759. 

 

Með baráttukveðjum og þökk fyrir gott samstarf!

Hrafnkell Lárusson

kosningastjóri Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi