Nú er komið nóg

Ástæða þess að fólk ákveður að geyma peningana sína á Tortóla, Seychell-eyjum eða sambærilegum stöðum er einfaldur. Fólk vill koma peningunum sínum í skjól frá yfirvöldum í heimalöndum þess. Þar njóta eignir þeirra verndar og leynd hvílir yfir því hverjir eiga félögin og hvers eðlis þau eru að öðru leyti.
Með því að koma peningum sínum í slíkt skjól grafa eigendur þeirra vísvitandi undan efnahag og velferð í heimlöndum sínum.

Þrír ráðherrar ríkisstjórnar Íslands hafa orðið uppvísir að því að eiga eða hafa átt slík félög. Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og innanríkisráðherra.
Innanríkisráðherrann sem er ráðherra dómsmála.
Fjármálaráðherrann sem hefur það hlutverk að efla og treysta efnahag landsins.
Forsætisráðherrann sem fer með forystu ríkisstjórnarinnar.

Öll hljóta þau að segja af sér á næstu dögum.
Ef ekki, þá verður að koma þeim frá völdum.