Nú leggjumst við öll á eitt!

Kosningabaráttan er komin á fullt skrið og nú á laugardag ætlum við að ganga í hús og ræða við kjósendur. Þetta verður stór liður í þessari snörpu kosningabaráttu og við hvetjum alla félaga sem vettlingi geta valdið til að taka þátt. Við hefjum leika í Reykjavík, á Akureyri, á Selfossi og í Hafnarfirði.

Smelltu hér til að skrá þig til leiks!

Áttu erfitt með að komast frá en vilt samt leggja baráttunni lið? Smelltu hér til að styðja við baráttuna. Öll framlög skipta máli.

Í morgun fór töluvpóstur á póstlistann okkar með hvatningu um að við tökum öll þátt í þessari baráttu svo hér megi vera félagshyggjustjórn eftir kosningar. Smelltu hér til að framsenda póstinn á vini á vandamenn, því nú þurfum við á öllum kröftum að halda.