Ný stjórn í Borgarbyggð

Aðalfundur Vinstri grænna í Borgarbyggð var haldinn í Verkalýðshúsinu, Sæunnargötu, þann 11. júní síðastliðinn.

Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá þar sem farið var yfir liðið ár, ársreikningar samþykktir og ný stjórn kosin.

Friðrik Aspelund gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur verið formaður Vinstri grænna í Borgarbyggð síðastliðin ár.

Stjórn í Borgarbyggð skipa:

Bjarki Grönfeldt Gunnarsson, formaður
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
Finnbogi Rögnvaldsson

Til vara:
Ingibjörg Daníelsdóttir
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.