Ný stjórn í Kópavogi

Aðalfundur Vinstri grænna í Kópavogi var haldinn þann 17. febrúar s.l.

Amid Derayat var kjörinn formaður félagsins og ásamt honum voru fjórir aðrir kjörnir í stjórn og tveir í varastjórn. Stjórn skipti með sér verkum þann 2. mars s.l. og er hún því eftirfarandi:

Formaður: Amid Derayat
Varaformaður: Einar Ólafsson
Gjaldkeri: Helgi Hrafn Ólafsson
Ritari: Ingibjörg Sveinsdóttir
Meðstjórnandi: Arnþór Sigurðsson
Varamenn: Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þóra Elfa Björnsson

Stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum störf sín.