Ný stjórn kjördæmisráðs og forval

© Richard Gould

Á aðalfundi kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi sem haldinn var á Hvanneyri þann 11. júní síðast liðinn, var kjörið í stjórn kjördæmisráðsins. Núverandi stjórn skipa:

Formaður, Steinunn Rósa Guðmundsdóttir,

aðrir í stjórn, Bjarki Þór Grönfeldt og Rún Halldórsdóttir.

Varamenn voru kjörin Jón Árni Magnússon, Jóna Benediktsdóttir og Bjarki Hjörleifsson.

Einnig var samþykkt á aðalfundi kjördæmisráðs VG í Norðvesturkjördæmi að fram færi forval vegna komandi alþingiskosninga. Miðað er við að forvalið fari fram seinnipartinn í ágúst n.k. og kosið  verði um röðun í 6 efstu sæti listans. Jafnframt var kosin kjörstjórn til að sjá um framkvæmd forvalsins og gera tillögu til kjördæmisráðs um uppröðun á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi.