Ný stjórn og styttist í framboðslista í Hafnarfirði

Aðalfundur Hafnarfjarðar félags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fór var haldinn í gær, 14.mars,  og þar var kosin ný stjórn. Nýju stjórnina skipa, Fjölnir Sæmundsson, sem er formaður, Elva Dögg Ásu og Kristinsdóttir, sem er varaformaður. Meðstjórnendur eru Árni Áskelsson, Valgerður B. Fjölnisdóttir og Birna Ólafsdóttir.  Júlíus Andri Þórðarson og Kristrún Birgisdóttir voru kosin skoðunarmenn reikninga.  Unnið er að því að setja saman framboðslista VG í Hafnarfirði, fyrir sveitarstjórnarkosningar og stefnt er að því að ljúka því starfi um helgina og leggja listann fram til samþykktar í næstu viku.