Nýtt umhverfismat fyrir Hvammsvirkjun!

Á fjölmennum aðalfundi kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðurkjördæmi var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Kjördæmisráð Vinstri grænna á Suðurlandi tekur undir kröfu um nýtt umhverfismat fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá.

Það er nauðsynlegt að standa vel og faglega að verki þegar reisa á mannvirki sem hafa mikil áhrif á umhverfi og samfélag um ófyrirsjáanlega framtíð.

Kjördæmisráðs Vinstri grænna skorar á stjórnvöld og Landsvirkjun að láta þegar af öllum þrýstingi á verkefnisstjórn rammaáætlunar og Skipulagsstofnun og leyfa málinu að hafa sinn gang.

Vinstri græn í Suðurkjördæmi