Öfgar og lýðskrum í evrópskri pólitík

Finnskur fyrirlestur hjá VGR föstudag 7. október kl. 16.30

Lýðskrumspólitík í Evrópu, Trump-stemningin og Sannir Finnar, verða umfjöllunarefnið á síðdegisfundi Vinstri Grænna í Reykjavík, í kosningamiðstöðinni á Laugavegi 170,  á morgun föstudag klukkan 16.30.

Finnski stjórnmálamáðurinn, Paavo Aahrinmaaki, formaður Vänsterforbundet i Finnlandi til margra ára, heldur stutt erindi um evrópska pólitík á fundi sem er opinn öllum áhugafólki um evrópska pólitík.  Erindið hefst klukkan 16.30 og stendur í hálftíma.  Þar fer Paavo stuttlega yfir helstu furður sem orðið hafa í finnskri pólitík eftir að Sannir Finnar urðu til og hvaða aðferðir þeir notuðu til að komast til valda.  Paavo ber þá saman við tilsvarandi flokka víðar í Evrópu og um heiminn, en finnski fyrrum formaðurinn er þrautreyndur úr alþjóðlegu pólitísku samstarfi og hefur árum saman glímt við þau öfl sem hér er lýst.

Paavo heldur fyrirlestur sinn á ensku og svarar gjarnan spurningum að loknu erindi sínu.  Hér er í boði að ljúka vinnuvikunni á áhugaverðu fyrirlestri, þar sem kynnast má stjórnmálaþróun nágrannalandanna síðustu árin í gegnum baráttumanninn Paavo. Hann er mörgum Íslendingum að góðu kunnur, fyrir stjórnmálaþátttöku sína og fyrir ólæknandi áhuga sinn á fótbolta.  Sem kemur líka við sögu í heimsókn Paavos til landsins  nú.