Óformlegar viðræður VG og Sjálfstæðisflokks

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálfstæðisflokksins, hittast í dag til þess að kanna hvort grundvöllur geti verið fyrir samstarfi flokkanna tveggja í ríkisstjórn.

Viðræðurnar eru óform­leg­ar, og fara fram á milli flokkanna tveggja og án aðkomu annarra flokka á þessu stig. Til þeirra er boðað í framhaldi af samtali sem Bjarni og Katrín áttu í gær.  Í yfirlýsingu forsetaembættisisn eftir að formennirnir upplýstu hann um málið, kemur fram að fari svo að sátt náist milli flokkanna tveggja muni þeir í beinu framhaldi leita viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um aðild.