Ójöfnuðurinn eykst

img_0627 img_0631

Myndirnar tvær af stóru gossprungunni í Holuhrauni í fullum gangi (teknar í sama flugi) sýna að máli skiptir hvernig horft er á hana til að meta stöðuna. Sama má segja um orð sumra ráðherra núverandi ríkisstjórnar um að hér ríki mikill jöfnuður og tölur OECD (meðaltöl væntanlega) staðfest hagsæld flestra. Mörg okkar hafa yfir litlu að kvarta hvað lífskjör varðar en lífskjaraþróunin er ekki ásættanleg og ójöfnuður eykst – gjáin milli ríkra og efnalítilla breikkar. Við verðum að horfa þvert á gossprunguna, ekki bara á annan endann til að meta hvað gerist. Svipað gildir um staðhæfingarnar um jöfnuð oig hagsæld.
Í gögnum opinberra stofnana og t.d. ASÍ kemur þrennt fram:
– tveir hæstu tekjuflokkar af tíu í vinnuferli Hagstofunnar taka við um helming greiddra launa (yfir 700 milljarða kr.)
– um 1% þeirra sem taka við fjármagnstekjum (95 milljarðar alls) eiga um 44% þeirra
– þau 10% landsmanna sem mest eiga ráða yfir 64% alls fjár í landinu.
Viljum við bæta úr þessu? Hverjum treystum við til þess?