Opin kynning á fyrstu verkefnum nefndar um miðhálendisþjóðgarð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og þverpólitísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu boða til opins fundar vegna vinnu nefndarinnar. Á fundinum verða kynnt fyrstu tvö verkefni nefndarinnar sem nýverið voru sett á samráðsgátt stjórnvalda, auk þess sem sagt verður frá stöðu vinnunnar og þeim verkefnum sem framundan eru.Um er að ræða annars vegar greiningu nefndarinnar á tækifærum með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf og hins vegar tillögur nefndarinnar að helstu áherslum í atvinnustefnu þjóðgarðs á miðhálendinu.

Athygli skal vakin á því að frestur til að senda inn umsagnir vegna verkefnanna hefur verið framlengdur til 21. desember. Umsögnum skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Allir eru velkomnir á fundinn.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 4. desember kl. 17:15 – 18:45 í fyrirlestrarsal atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4 (1. hæð).

Nánari upplýsingar um starf nefndarinnar má finna á vefslóðinni www.stjornarradid.is/midhalendid