Opinn framboðsfundur í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi boðar til opins fundar vegna forvalsins sem fer fram nú í haust. Fundurinn hefst í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi, Sæunnargötu 2a, laugardaginn 27. ágúst kl. 14:00. Á fundinum munu frambjóðendur kynna sig og stefnumál sín, allir eru velkomnir. Kjördæmisráð mun einnig gefa út kynningarbækling á rafrænu formi í aðdraganda forvalsins.

Forvalið sjálft fer fram í póstkosningu 31. ágúst – 5. september.

 

ATHUGIÐ! Áður hafði verið gefin út önnur dagsetning á fundinn, þ.e. 24. ágúst, en ákveðið var að seinka fundinum um nokkra daga, og því er ný tímasetning laugardaginn 27. ágúst kl. 14:00.