Opnun kosningamiðstöðvar VG í Reykjavík

 

Kosningamiðstöð Vinstri grænna í Reykjavík á Laugavegi 170 verður opnuð með pompi og prakt á morgun, laugardaginn 8. október kl. 14.00.

 

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, oddvitar Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum, munu flytja ávörp. Frambjóðendur hreyfingarinnar sjá um að steikja vöfflur fyrir mannskapinn. Fjör fyrir alla og leikir fyrir börnin. Öll velkomin!

 

Kosningamiðstöðin verður svo vitaskuld opin gestum og gangandi í framhaldinu allt fram að kosningum. Opnunartímarnir verða sem hér segir:

 

Virkir dagar: 16.00 – 18.00

Laugardagar: 11.00 – 14.00

Sunnudagar: Lokað.

 

Sjálfboðaliðar á kosningamiðstöð

Það vantar sjálfboðaliða til að hjálpa til á kosningamiðstöð VG í Reykjavík fram að kosningum. Þau sem eru tilbúin til þess að hjálpa til geta skráð sig á opnuninni á laugardaginn eða með því að senda línu á Bergþóru, kosningastjóra VGR, í netfangið bergthora@vg.is.