Opnun skrifstofu á Ísafirði

Vinstri græn opna kosningaskrifstofu í Hafnarstræti 6 Ísafirði, í hjarta bæjarins á kvennafrídaginn kl 16:00


– Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingiskona og Rúnar Gíslason, 4. sæti lista VG í Norðvesturkjördæmi verða við opnunina.
– Herdís M. Hübner les úr nýútkominni bók sinni „Átthagar – Ísfirðingar margra landa segja frá.“ Í bókinni ræðir Herdís við níu konur sem allar hafa verið búsettar á Ísafirði í langan tíma, en eiga rætur sínar í fjarlægum heimkynnum.
– Listmálarinn, sjómaðurinn og sósíalistinn Reynir Torfason hefur góðfúslega lánað nokkur málverk sem munu lyfta andanum og lýsa upp skrifstofuna. 
– Happdrættismiðar í kosningahappdrætti VG til sölu.
– Heitt á könnunni og með því. 

Verið öll velkomin!