Örlítil stjórnarbreyting í VG í Mosfellsbæ

VG í Mosfellsbæ hélt aðalfund sinn í gær, að viðstöddum þingmanni Suðvesturkjördæmis, Rósu Björk Brynjólfsdóttur, auk fleiri gesta. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og stjórnmálin sjálf. Nýr formaður var kosin Bryndís Brynjarsdóttir, en Una Hildardóttir, varaþingmaður og gjaldkeri stjórnar lét af því embættinu sem hún gegndi síðasta árið. Fyrir utan nýja verkaskiptingu í stjórn voru ekki gerðar breytingar. En auk Bryndísar og Unu  sitja í stjórn VG í Mosfellsbæ, Bjartur Steingrímsson, Elísabet Kristjánsdóttir og Þórhildur Pétursdóttir.