Óskar eftir fundi um lækkun afurðaverðs

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur óskað eftir því að nefndin ræði lækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda en afurðastöðvar hafa boðað lækkun til bænda sem nemur um 10 af hundraði.
Enn fremur munu framtíðarhorfur á kjötmarkaði innanlands og starfsskilyrði og búsetuöryggi bænda verða til umfjöllunar á fundinum.
Lilja Rafney hefur óskað eftir því að fundurinn verði haldinn hið fyrsta.