Pólitík og ný stjórn VG í Kópavogi

Aðalfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Kópavogi 2017 var haldinn 17. janúar.

 

Í stjórn voru kosin:

 

Arnþór Sigurðsson, formaður

Amid Derayat

Einar Ólafsson

Gísli Baldvinsson

Margrét Júlía Rafnsdóttir

 

Varamenn:

Helgi Hrafn Ólafsson

Svava H. Guðmundsdóttir

 

Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktanir:

 

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, haldinn 31. janúar 2017, sendir sjómönnum stuðningskveðjur í kjarabaráttu þeirra og verkfalli. Á sjötta ár er liðið síðan kjarasamningar sjómanna runnu út. Á þessum árum hafa sjávarútvegsfyrirtæki skilað miklum hagnaði og eigendum sínum umtalsverðum arðgreiðslum samtímis því sem veiðigjöld hafa verið lækkuð. Fundurinn skorar á útvegsmenn að ganga til samninga við sjómenn.

 

 

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, haldinn 31. janúar 2017, varar við áformum um grundvallarbreytingar á heilbrigðisþjónustu sem felast í einkavæðingu sjúkrahúsþjónustu. Slíkt mun skaða heilbrigðiskerfið í heild og þjónar ekki hagsmunum almennings.

 

 

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, haldinn 31. janúar 2017, hvetur til að sett að verði stefna um að útrýma fátækt á Íslandi í náinni framtíð. Nauðsynlegt er að setja fram áætlun um að uppræta fátækt til frambúðar. Efnahagsleg staða á Íslandi er nú með þeim hætti að fátækt er óásættanleg og í raun pólitísk ákvörðun.