Situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar

Bjarki Bjarnason er fæddur í Reykjavík 15. júní 1952 og ólst upp í Mosfellssveit. Hann er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu og eiga þau þrjú börn, Bjarna, Vilborgu og Guðmund. Bjarki lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972 og háskólaprófi í latínu, forngrísku og íslenskum bókmenntum. Hann er einnig menntaður sem íþróttakennari.