Situr í sveitarstjórn Norðurþings

Óli Halldórsson er 39 ára og hefur búið og starfað á Húsavík undanfarin ár ásamt konu sinni Herdísi og 4 börnum. Hann á ættir að rekja víða um norðausturhorn landsins, m.a. til Húsavíkur, Laxárdals og Vopnafjarðar. Eftir stúdentspróf frá Framhaldsskólanum á Húsavík lauk hann prófum í heimspeki og umhverfisfræði frá HÍ og kennslufræði frá HA. Óli ver vinnudeginum í að stýra Þekkingarneti Þingeyinga og góðum hluta þess sem eftir er í að skipta um bleyjur, lesa Einar Áskel og skrúfa saman trampolín. Þegar færi gefst vill hann þó helst standa úti á Halldórsstaðaflóa í Laxá með flugustöngina eða ganga til rjúpna á þingeyskum heiðum. Nú eða þvælast innan eða utan lands með fjölskyldunni.