Fréttir

Ráðgjafi forsætisráðherra í jafnréttismálum skrifar um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra

Réttur kynferðisbrotamanna til að gleymast
Ráðgjafi forsætisráðherra í jafnréttismálum skrifar um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um birtingu dóma og myndatökur í dómhúsum. Hún segir að þróun réttarkerfisins sé ekki einkamál þeirra sem innan þess starfa eða þurfa á því að halda.

Nýtt frum­varp dóms­mála­ráð­herra um birt­ingu dóma og mynda­tökur í dóm­húsum hefur komið af stað umræðu sem segja má að sé tíma­bær, ekki síst er varðar mörkin milli réttar til upp­lýs­ingar ann­ars vegar og réttar til frið­helgis einka­lífs hins veg­ar. Í frum­varp­inu, sem nú er til umsagnar í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda, eru ýmis nýmæli sem ætla má að ríki breið sátt um, svo sem að sam­ræma birt­ingu dóma milli dóm­stiga. En síðan eru ákveðin atriði í frum­varp­inu sem þarfn­ast frek­ari umræðu. Má þar nefna heim­ild til dóm­stóla­sýsl­unnar að setja reglur um mynda­tökur í dóm­húsum og tak­mörkun á birt­ingu hér­aðs­dóma, en einnig þá til­lögu að allir dæmdir menn njóti nafn­leynd­ar, sem er við­fangs­efni þess­arar grein­ar.

Mis­mun­andi vernd

Í ljósi meg­in­regl­unnar um að þing­höld skuli háð í heyranda hljóði mun nafn­leyndin vera tak­mörkuð að því leyt­inu til að fjöl­miðlar (eða almenn­ing­ur) geta eftir sem áður fylgst með þing­höldum og þar með nafn­greint dæmda brota­menn. Þetta á hins vegar ekki við í kyn­ferð­is­brota­málum og heim­il­is­of­beld­is­mál­um, en þing­höld í þeim málum eru alla jafna lok­uð, svo sem oft er rík ástæða til með vísan til hags­muna brota­þola. Hins vegar hefur tak­mörkuð umræða farið fram um hvort sú regla eigi að vera algild. Dóm­arar gætu til dæmis nýtt heim­ild til að loka hluta þing­halds og verndað þannig hags­muni brota­þola, að því gefnu að ekki séu fjöl­skyldu­tengsl milli brota­þola og ger­anda. Ein­föld og algild regla kann að vera þægi­legri í fram­kvæmd, en ein­faldasta leiðin er ekki alltaf sú besta. Þannig er það svo að verði frum­varpið að lögum mun það veita dæmdum kyn­ferð­is­brota­mönnum betri vernd en til dæmis dæmdum fíkniefna­brota­mönnum eða morð­ingj­um, þar sem þeir síð­ar­nefndu gætu þurft að sæta því að fjöl­miðlar fylgist með rétt­ar­höld­un­um.

Birt­ing dóma og nafn­birt­ingar eru með afar ólíkum hætti í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Spyrja má hvort sama­sem­merki eigi að vera á milli opin­berrar birt­ingar og birt­ingar á net­inu þar sem nöfn og ítar­leg lýs­ing á mála­vöxtu situr um ókomna tíð. Það er full­mikil ein­földun að rök­styðja nafn­leynd með því einu að ann­ars sæti saka­menn tvö­faldri refs­ingu, það er af hálfu rétt­ar­kerf­is­ins ann­ars vegar og dóm­stóls göt­unnar hins veg­ar. Engu að síður þarf að huga að rétt­indum brota­manna til að byggja líf sitt upp að nýju og hvort og þá hvernig „rétt­ur­inn til að gleymast“ gæti átt við gagn­vart leit­ar­vélum dóm­stól­anna.

Rétt­ur­inn til að vita

Í þessu sam­bandi þarf líka að huga að því að það getur reynst mörgum þolendum þung­bært að graf­ískar lýs­ingar á því ofbeldi sem þeir máttu þola sé aðgengi­legt á heima­síðu Hæsta­rétt­ar, jafn­vel þótt nafn­leyndar sé gætt. En þar sem þau brot sem hér um ræðir ganga afar nærri brota­þolum – og reyndar sam­fé­lag­inu almennt – þarf að fjalla um að hvaða marki upp­lýs­ingar um brota­menn eiga að vera aðgengi­legar almenn­ingi. Til dæmis má velta því upp hvort það varði fjöl­skyldu­fólk að dæmdur barn­a­níð­ingur búi í stiga­gang­inum eða í næsta húsi eða hvort það varði konur yfir­leitt að dæmdur nauð­gari sé fasta­gestur á hverf­is­barn­um.

Í Bret­landi hefur verið farin sú leið að heim­ila lög­reglu að veita upp­lýs­ingar til fólks sem þess óskar um hvort maki þeirra eða mögu­legur maki hafi orðið upp­vís að heim­il­is­of­beldi eða kyn­ferð­is­of­beldi. Voru þessi lög sett í fram­haldi af bar­áttu föður konu sem var myrt af kærasta sín­um, en fað­ir­inn vill meina að hefði konan vitað af ofbeld­is­sögu manns­ins hefði verið hægt að afstýra þessum óhugn­aði. Nán­ustu aðstand­endur geta einnig sent inn fyr­ir­spurn­ir. Rétt­ur­inn til upp­lýs­ingar er þannig tal­inn ganga framar rétti meintra og dæmdra brota­manna til frið­helgi.

#metoo og við­brögð við ofbeldi

Sem sam­fé­lag stöndum við frammi fyrir aðkallandi spurn­ingum – ekki síst í kjöl­far #metoo bylgj­unnar sem afhjúpaði kerf­is­bundið ofbeldi og áreitni gegn konum í öllum lögum íslensks sam­fé­lags – það er hvernig við ætlum að takast á við ofbeldi og áreitni í nærum­hverf­inu. Í þessu sam­hengi þarf að þróa fleiri leiðir en rétt­ar­kerfið hefur upp á að bjóða, því ofbeldi gegn konum og börnum er menn­ing­ar­mein sem þarf að upp­ræta sem slíkt. Rétt­ar­kerfið er engu að síður mik­il­vægt og þær laga­breyt­ingar sem ráð­ist er í þurfa að hafa það að leið­ar­ljósi að efla traust á rétt­ar­kerf­inu, ekki draga úr því.

Rétt­ar­kerfið er í eðli sínu ólíkt öðrum meg­in­stoðum sam­fé­lags­ins. Við eigum til dæmis öll mikla snertifleti við heil­brigð­is­kerfið og mennta­kerfið í gegnum líf­ið, en bless­un­ar­lega þurfum við ekki öll að leita til rétt­ar­kerf­is­ins á ein­hverjum tíma­punkti. En ef til þess kem­ur, þá viljum við að það virki sem skyldi. Þróun rétt­ar­kerf­is­ins er þess vegna ekki einka­mál þeirra sem starfa innan þess eða hafa þurft á því að halda. Þessi þróun varðar okkur öll. Umræðan um nafn­birt­ingar og birt­ingar dóma er aðeins lít­ill angi af stærri mynd. Sú umræða er á fyrstu metr­unum og von­andi fá sem flestar raddir að heyr­ast.

Höf­undur er ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra í jafn­rétt­is­mál­um.