Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar og félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, verður umhverfisráðherra utan þings í nýrri ríkisstjórn.

Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 núna klukkan 12.

Katrín verður forsætisráðherra eins og áður hefur verið greint frá og þá verður Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon verður forseti þingsins en tillögur varðandi ráðherraefni flokksins og forseta Alþingi voru bornar upp á þingflokksfundi VG nú í hádeginu.

Voru tillögurnar samþykktar einróma.