Ríkisfjármál og hagstjórn á tímum stjórnarmyndunar

Það má kalla öfug­snúið að þurfa að ræða um þrönga stöðu í rík­is­fjár­málum á því herr­ans ári 2016, árinu þar sem stefnir í sögu­legan metaf­gang hjá rík­is­sjóði, bók­halds­legan þ.e.a.s., um eða yfir 400 millj­arða með bók­færslu stöð­ug­leika­fram­lag­anna. Að því við bættu að Ísland er vænt­an­lega á hápunkti hag­sveifl­unn­ar, með 6 ára sam­felldan hag­vöxt að baki.

En ekki er allt sem sýn­ist. Hinir stöð­ugu tekju­stofnar rík­is­ins hafa verið veiktir um 50-60 millj­arða sl. 3 ár (að með­töldum breyt­ingum á tekju­skatti og tollum sem vænt­an­legar eru um næstu ára­mót). Það veldur því að raun­veru­legur rekstur rík­is­ins er rétt við núllið og hag­sveiflu­leið­rétt er ríkið rekið með halla. Í því sam­bandi má vísa í grein­ar­góða umfjöllun í nýj­ustu Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands og fjár­mála­ráð­herra verður að þenja sig við þá Seðla­banka­menn vilji hann mót­mæla því sem þar stend­ur.

Hefði þó ekki væri nema góðum helm­ingi þess­ara tekna verið haldið inni væri staðan allt önnur og betri. Hefði ann­arra tekna verið aflað að ein­hverju leyti í stað þeirra sem hurfu með skatt­kerf­is­breyt­ingum á síð­asta kjör­tíma­bili, sem ríkið tap­aði nær und­an­tekn­ing­ar­laust á, væri staðan betri. Afkoman nú bygg­ist í of miklum mæli á óvenju háum arð­greiðsl­um, tekjum af spenntum vinnu­mark­aði og vax­andi eyðslu/veltu í hag­kerf­inu. Slíkar tekjur gufa hratt upp ef á móti blæs. Verið er að gera sömu „ör­laga-mi­s­tök­in“ og gerð voru á þenslu­ár­unum fyrir hrun. Hinn stöðugi tekju­grunnur rík­is­ins er veiktur og það leyfa menn sér í skjóli hverf­ulla froðu­tekna af þensl­unni. Þetta hátta­lag er ósjálf­bært og óstöðugt þegar horft er til lengri tíma. Hag­stjórn­ar­lega er þetta ráðslag jafn galið nú og það reynd­ist þá (sbr. nið­ur­stöðu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is). Skatta­lækk­anir við svona aðstæður eru; sprek á bál­ið, olía á eld­inn.

Stöð­ug­leika­fram­lög bundin til nið­ur­greiðslu skulda

Skilj­an­lega spyrja margir, sbr. það sem að ofan sagði um metaf­gang hjá rík­is­sjóði vegna stöð­ug­leika­fram­laga, er þá ekki allt fullt af pen­ing­um? En svarið er, og sem betur fer, að full sam­staða er um að nota slíka ein­skiptis búhnykki, sem reyndar eru að minnstum hluta fé sem laust er til ráð­stöf­unar nú þeg­ar, til nið­ur­greiðslu skulda. Þessum fjár­munum er því ekki blandað saman við rekstur rík­is­ins á líð­andi stund og sama myndi gilda kæmi til meiri­háttar eigna­sölu hjá rík­inu. Sá freistni­vandi hefur verið aftengdur í ágætri póli­tískri sátt að menn fleyti sér á líð­andi stund með slíkum ein­skipt­is- eða óreglu­legum tekjum og geymi allar skuld­irnar handa börn­unum okkar til að borga. En óháð þessu er Ísland ríkt land og hér er nægur auð­ur, að vísu allt of sam­þjapp­aður á fárra hend­ur, til að gera miklu betur í heil­brigð­is­mál­um, mennta­mál­um o.s.frv. En til að þessi staða nýt­ist lands­mönnum þurfa þeir sem stýra fjár­málum rík­is­ins að hafa vilja og áræði til að sækja fé þangað sem það er að hafa.

Um við­skiln­að­inn og„gat­ið“ í rík­is­fjár­mála­á­ætlun

Fjár­mála­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, hefur tekið óstinnt upp og mót­mælt tali um þrengri stöðu rík­is­fjár­mála en haldið var þegar kemur að því að setja saman fjár­lög næsta árs. Upp­lýs­ing­arnar um þetta koma þó beint frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu sjálfu sem góð­fús­lega mætti til fundar við við­ræðu­hóp um efna­hags­mál, rík­is­fjár­mál o.fl. í nefndum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Löng hefð er fyrir því að stjórn­ar­ráðið aðstoði flokka með umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar, enda sjálf­sagt mál. Við­ræðu­hóp­ur­inn afl­aði reyndar upp­lýs­inga víð­ar, svo sem frá Vega­gerð­inni um sam­göngu­á­ætl­un, og fékk nokkuð skýra mynd af stöð­unni sem er meira en virð­ist hafa verið gert í fyrri við­ræðum Sjálf­stæð­is­flokks með Við­reisn og Bjartri fram­tíð.

Nið­ur­staðan er eft­ir­far­andi:

Þrátt fyrir að tekjur eru nú, á grund­velli nýrrar hag­spár og reynslutalna úr rík­is­bók­hald­inu fyrstu níu mán­uð­ina, áætl­aðar verða 16 millj­örðum meiri á árinu 2017 en áður var talið (ekki 10 eins og fjár­mála­ráð­herra hefur talað um) vantar umtals­vert ­upp á, nálægt 20 millj­örð­um, að ýmsar útgjalda­á­kvarð­anir frá­far­andi rík­is­stjórnar séu fjár­magn­aðar þannig að hennar eigin rík­is­fjár­mála­á­ætlun haldi. Áætl­unin byggir á því að afgangur af rekstri rík­is­sjóðs sé a.m.k. 1% af vergri lands­fram­leiðslu, VLF, eða um 26,5 millj­arð­ar. Þessi vandi stafar af því að;

– í fyrsta lagi er búið að lög­festa útgjalda­aukn­ingu í almanna­trygg­inga­kerf­inu upp á 11 millj­arða.

-í öðru lagi vantar 13,2 millj­arða inn í fjár­lög næsta árs til þess að nýsam­þykkt sam­göngu­á­ætl­un, að við­bættri fjár­þörf í fjar­skipta­mál og vegna Sam­göngu­stofu, sé full­fjár­mögn­uð.

-í þriðja lagi vantar a.m.k. 1,5 millj­arða til að hægt verði að standa við áform um að „þak“ á heil­brigðis­kostn­aði ein­stak­linga sam­kvæmt nýjum lögum verði ekki hærra en 50 þús­und krónur á ári.

-í fjórða lagi vanta 1 millj­arð til að fjár­magna ákvarð­anir frá­far­andi rík­is­stjórnar sem tengj­ast nýsköp­un.