Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaforseti á Evrópuráðsþinginu

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, var kos­in einn af vara­for­set­um Evr­ópuráðsþings­ins, á fundi þings­ins sem stend­ur nú yfir í Strass­borg. Meg­in­hlut­verk vara­for­seta er að stýra þing­fund­um í fjar­veru þing­for­seta en á þing­inu sitja 318 þing­menn sem full­trú­ar rúm­lega 800 millj­óna Evr­ópu­búa.

Alþingi Íslend­inga hef­ur átt aðild að þing­inu frá 1950 sem er sam­starfs­vett­vang­ur þing­manna frá 47 Evr­ópu­lönd­um. Mark­mið Evr­ópuráðsins er að standa vörð um hug­sjón­ir aðild­ar­ríkj­anna; mann­rétt­indi og lýðræði. Evr­ópuráðs­þingið hef­ur oft haft frum­kvæði að samn­ingu fjölþjóðlegra sátt­mála á borð við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og Fé­lags­mála­sátt­mála Evr­ópu.

Að auki er Evr­ópuráðs­þingið mik­il­væg­ur umræðu­vett­vang­ur full­trúa evr­ópskra þjóðþinga um stjórn­mál, efna­hags­mál, fé­lags­mál, mann­rétt­inda­mál, um­hverf­is­mál, vís­indi, menn­ing­ar- og mennta­mál.

Rósa Björk er formaður Íslands­deild­ar Evr­ópuráðsþings­ins en í henni sitja líka þing­menn­irn­ir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir og Bergþór Ólason.