Rúnar Gíslason nýr formaður VG í Borgarbyggð

Vinstri græn í Borgarbyggð héldu aðalfund þann 11. maí síðastliðinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir lét af embætti formanns, en hún hafði verið í stjórn félagsins samfellt í sex ár. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir lét einnig af starfi ritara, og þökkuðu fundarmenn þeim fyrir velunnin störf í þágu félagsins. Í stjórn voru kjörin Rúnar Gíslason, Ingibjörg Daníelsdóttir og Bjarki Þór Grönfeldt, og Eyrún Baldursdóttir og Hildur Traustadóttir í varastjórn. Skiptu þau þannig með sér verkum að Rúnar verður formaður, Bjarki áfram gjaldkeri og Ingibjörg ritari.