Saga VG í 20 ár – afmælistilboð

20 ára afmæli VG nálgast óðum og þér er boðið í afmælisveislu 9. febrúar 2019

Verið er að rita sögu VG og þar leggur fjöldi félaga sitt að mörkum.
Nú gefst tækifæri á að kaupa bókina í afmælisáskrift.
Þeir sem það gera fá nafn sitt skráð í bókina í „tabula gratulatoria“,  hamingjuóskalista.

Í boði er þrennskonar áskrift að afmælisbókinni á kostakjörum!

Gulláskrift 15.000 krónur.
Silfuráskrift 10.000 krónur.
Bronsáskrift 5.000 krónur.

Söguritari VG er Pétur Hrafn Árnason, sagnfræðingur. Við minnum á að enn er tekið á móti myndum og sögum úr starfi flokksins síðustu 20 ár á sagavg@vg.is

Félagar á póstlista VG hafa þegar fengið tilboðið sent, en fyrir ykkur hin er hægt að nálgast greiðslur hérna á síðunni og það er ekki skilyrði að vera skráður félagi í VG til að kaupa afmælisáskrift.