Sala undir pólitískri tímapressu

Í gær seldi ríkið hlut sinn í fast­eigna­fé­lag­inu í Reitum fyrir 3,9 millj­arða. Salan er ekki laus við að vekja spurn­ing­ar. Í ljósi fyrri mála, Borg­un­ar­máls­ins sér­stak­lega, og þverr­andi umboðs rík­is­stjórn­ar­innar er rétt að spyrja spurn­inga um það hvort ekki sé verið að fara of hratt í söl­una á þessum eign­um.

Af hverju liggur svona á? Hvers vegna þurfti að selja allan hlut­inn í fast­eigna­fé­lag­inu í hvelli meðan spáð er hækkun á fast­eigna­verði fram í tím­ann? Væri hægt að ná meiru fyrir hlut­inn með því að gera þetta smátt og smátt?

Lind­ar­hvoll er fyr­ir­tæki sem stofnað var sér­stak­lega til að halda utan um fjölda félaga sem voru hluti af stöð­ug­leika­fram­lag­inu sem slitabú föllnu bank­anna létu renna til rík­is­ins. Fyr­ir­tækið á sam­kvæmt lögum að leggja áherslu á gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni og þar með að leitað sé hæsta mögu­lega verðs fyrir eign­irn­ar.

Ferlið að þessu sinni var und­ar­lega lok­að. Útboðið opnað á föstu­dag og gengið frá sölu í gær. Það er mikið í húfi að ferlið sé hafið yfir vafa og traust sé á því að allt sé uppi á borð­inu.

Í því ljósi má minna á ástæður þess að núver­andi rík­is­stjórn er að þrotum komin og boðað er til haust­kosn­inga. Það er einmitt vegna þess að traustið er þorrið og að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar hafa sýslað með sitt per­sónu­lega fé í aflands­fé­lögum og þar með lifað í raun í öðrum veru­leika en allur almenn­ing­ur. Tor­tryggnin er raun­veru­leg og hún er á rökum reist.

Fjár­mála­ráð­herra hlýtur að þurfa að svara því hvort til standi að ljúka við sölu þess­ara eigna í hálf­lok­uðu ferli. Er hags­munum rík­is­sjóðs borgið með þessu móti. Er verið að selja á hæsta mögu­lega verði eða er verið að flýta aðgerðum í skjóli nætur í aðdrag­anda kosn­inga? Er um að ræða bruna­út­sölu undir póli­tískri tíma­pressu? Þessu þarf að svara.