Sameiginlegur fundur stjórnarandstöðunnar með Dr. Lawrence Lessig

Dr. Lawrence Lessig er bandarískur lögfræðingur, heimspekingur og pólitískur aðgerðasinni. Hann er framkvæmdastjóri Siðfræðistofnunar Edmond J. Safra við Harvardháskóla og lagaprófessor við sama skóla.

 

Dr. Lessig heldur erindi um mikilvægi íslenska stjórnarskrárferlisins sem talið er einstakt á heimsvísu. Það fer fram í Norræna húsinu á morgun föstudag kl. 12. Athygli er vakin á því að streymt er fá fundinum.

 

Að loknu erindi munu þau, Katrín Jakobsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir taka sæti í pallborði ásamt Dr. Lessing. Í pallborði sitja einnig þau Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar HR og Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki.

 

Pallborðsumræðum stýrir Katrín Oddsdóttir, hæstaréttarlögmaður.