Sameiginlegur fundur stjórnarandstöðunnar

Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar efna til opins umræðufundar um gjaldeyrishöftin og losun þeirra sem er eitt stærsta viðfangsefni íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Flokkarnir sem standa að fundinum telja grundvallaratriði að fram fari málefnaleg umræða um þetta mikilvæga mál fyrir opnum tjöldum.

Frummælendur;

Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur hjá Seðlabankanum – „Fjármagnshöft og fjármálastöðugleik.i“
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði – „Nú er tíminn.“
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ – „Trúverðugleiki hagkerfisins og höftin.“

Fundarstýra;

Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður á RÚV

Fundarstaður/tími:

Iðnó, fimmtudaginn 26.febrúar, kl. 12.00 – 13.15