Fréttir

Samstarf við bændur um náttúruvernd

Fjöl­mörg tæki­færi geta fal­ist í að samþætta land­búnað og nátt­úru­vernd. Í byrj­un jóla­mánaðar­ins skrifuðum ég og Sindri Sig­ur­geirs­son, formaður Bænda­sam­taka Íslands, und­ir sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins og Bænda­sam­tak­anna. Yf­ir­lýs­ing­in lýs­ir vilja til að vinna sam­an að mál­efn­um nátt­úru­vernd­ar og land­búnaðar og var und­ir­rituð í Land­búnaðar­há­skól­an­um á Hvann­eyri.Það var vel við hæfi að skrifa und­ir á þeim góða stað því árið 2002 var svæðið friðlýst og árið 2011 var friðlýsta svæðið stækkað og fékk þá nafnið Anda­kíll. Mark­mið friðlýs­ing­anna er að stuðla að varðveislu og viðhaldi vot­lend­is og búsvæða fjöl­margra fugla­teg­unda, tryggja aðgengi al­menn­ings að svæðinu til nátt­úru­skoðunar og tryggja mögu­leika á rann­sókn­um á svæðinu. Ljóst er að friðlýs­ing­arn­ar 2002 og 2011 og sú land­búnaðar­starf­semi sem fer fram á Hvann­eyri fara einkar vel sam­an því þar hef­ur tek­ist að samþætta blóm­leg­an land­búnað við mik­il­væg­ar aðgerðir til vernd­ar nátt­úr­unni.

Mark­mið sam­starfs­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar er ein­mitt að kanna hvernig þessi tvö mik­il­vægu viðfangs­efni, nátt­úru­vernd og ís­lensk­ur land­búnaður, geta sam­tvinn­ast frek­ar. Um­hverf­is­yf­ir­völd hafa það í sín­um reynslu­banka að vinna með bænd­um í ým­iss kon­ar skóg­rækt­ar- og land­græðslu­verk­efn­um, til að mynda Bænd­ur græða landið. Sum þeirra verk­efna fela í sér end­ur­heimt vist­kerfa og stuðla þannig að nátt­úru­vernd. Nú er hugs­un­in sú að taka skrefið lengra og vinna að frek­ari ný­sköp­un í nátt­úru­vernd í sam­starfi við bænd­ur. Þeir eru vörslu­menn lands og stór hluti lands­ins er í þeirra um­sjón.

Staðbund­in þekk­ing heima­fólks mik­il­væg

Fjöl­mörg tæki­færi geta fal­ist í því að sam­rýma land­búnað og nátt­úru­vernd. Þar er hægt að nefna auk­in um­hverf­is­gæði lands sem nýt­ur form­legr­ar vernd­ar sem get­ur aft­ur skilað sér í meiri gæðum vara sem þar eru fram­leidd­ar. Svæði sem eru friðlýst kom­ast á ákveðinn stall og njóta af þeim sök­um auk­inna vin­sælda hjá ís­lensk­um og er­lend­um ferðamönn­um. Ferðamenn þarf að þjón­usta með ýms­um hætti og má sjá fyr­ir sér sölu á vör­um beint frá býli og leiðsögn staðkunn­ugs heima­fólks um vernduð eða friðlýst svæði. Leiðsögn heima­manna get­ur veitt ferðamann­in­um meiri inn­sýn í sam­legðaráhrif nátt­úru­vernd­ar­inn­ar og þess land­búnaðar sem þar er stundaður.Við grein­ingu tæki­færa eins og þeirra sem hér eru tek­in dæmi af er mik­il­vægt að van­meta ekki þau verðmæti sem fel­ast í hinni staðbundnu þekk­ingu bænda og heima­fólks. Um það mun sam­starfið snú­ast; að greina í sam­vinnu við bænd­ur hvernig nýt­ing lands til land­búnaðar og nátt­úru­vernd­in geta spilað sam­an og stutt hvort annað.

Ég er spennt­ur að hefja þetta sam­starf við Bænda­sam­tök Íslands og bjart­sýnn á að upp­sker­an verði góð.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.