Sex efstu í forvali í SV

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, er áfram oddviti SV-kjördæmis eftir yfirburðasigur í forvali í Flensborgarskóla í kvöld. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir, hélt öðru sætinu, en fjórir buðu sig fram í það sæti.  Ólafur hlaut meirihluta atkvæða strax í fyrstu umferð. Una Hildardóttir, hélt þriðja sætinu en mjótt var á munum milli hennar og Esterar Bíbí Ásgeirsdóttur, og var kosið í tveimur umferðum.  Fjölnir Sæmundsson varð í fjórða sæti, en Ester Bíbí Ásgeirsdóttir í fimmta.  Margrét Pétursdóttir, var kosin í sjötta sæti listans. Gengið verður frá uppröðun í neðri sæti listans á morgun.