Síðdegissamtöl við þingmenn VG í hverjum mánuði fram til vors

Þingmenn VG auglýsa opna samtalstíma  um stjórnmál og samfélag,  einu sinni í mánuði fram til vors.   Viðtalstímarnir hefjast klukkan 16.00 síðdegis og lýkur 17.30 og verða á fimmtudögum.  Þingmennirnir mæta tveir og tveir saman og til að ræða almenna pólitík og svara spurningum stöðu stjórnmálanna í þinginu, hver út frá sínu sérsviði.  Umsjónarmaður samtalsfundanna er Friðrik Dagur Arnarson, náttúrufræðingur og framhaldsskólakennari sem lengi hefur verið virkur í grasrót hreyfingarinnar. Til að tryggja að gestir komi sínu að eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu VG í vikunni fyrir fund og láta vita hvað þeir vilja ræða.

9. febrúar: Katrín Jakobsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson.

Katrín er formaður VG og situr í efnahags-og viðskiptanefnd og á Evrópuráðsþinginu. Ari Trausti í umhverfis- og samgöngunefnd og er formaður Íslandsdeildar Norðurskautsráðsins.

2. mars: Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Bjarkey situr í fjárlaganefnd og Rósa Björk í utanríkismálanefnd.

6. apríl: Andrés Ingi Jónsson og Lilja Rafney Guðmundsdóttir.

Andrés á sæti í allsherjar og menntamálanefnd. Lilja situr í atvinnuveganefnd og í Vestnorræna ráðinu.

4. maí: Svandís Svavarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur situr í forsætisnefnd og í velferðarnefnd, og í Norðurlandaráði. Svandís er þingflokksformaður og situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd og í þingmannanefnd Efta og EES.

1. júní: Kolbeinn Óttarsson Proppé og Steinunn Þóra Árnadóttir.

Kolbeinn situr í umhverfi-s og samgöngunefnd og Steinunn Þóra Árnadóttir í utanríkismálanefnd.

Þeir sem vilja koma og spjalla um stjórnmálin við þingmenn á þessum opnu samtalsfundum eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu og/eða Friðrik Dag með tölvupósti  fridrikd@kvenno.is og vg@vg.is og láta vita af sér og sínum hugðarefnum fyrirfram. Það er til þess að þingmenn geti mætt betur undirbúnir og skrifstofan geti gert viðeigandi ráðstafanir ef fjöldi gesta stefnir í að fara úr böndum. Fundirnir eru þó opnir öllum, líka þeim sem ekki hafa látið vita af sér og þess er ekki krafist að fólk sýni flokkskírteini við innganginn. Fyrirvari er gerður á að dagsetningar geta breyst ef eitthvað alldeilis bráðnauðsynlegt hindrar þingmenn í að mæta, en þeir munu þó af alefli forgangsraða í þágu félaganna og mæta ef stætt er.