Sjálfbær ferðaþjónusta? 

        

 

Ferðaþjónustan er ekki sjálfbær sem atvinnugrein en fjölmargir stefna að sjálfbærni undir merkjum ábyrgrar ferðaþjónustu. Mat á áhrifum fjölgunar ferðmanna verður að miða við þolmörk á öllum þremur stigum sjálfbærni: Umhverfis-, samfélags- og efnahagsmörk í ljósi rannsókna. Þau geta breyst á mislöngu tímabili.

Hvað sem ólíkum stjórnmala﷽﷽﷽﷽﷽﷽﷽ornar hefðir  og velferðarina. inguan þolmörk landsins alls og samfum leið annarra atvinnugreinaálastefnum líður er almennur vilji til þess að ein óstöðug atvinnugrein yfirtaki ekki of mikinn mannafla, fasteignir og rými í samfélaginu. Líka til þess að ferðaþjónusta sem auðlindanýting lúti svipuðum takmörkunum og vísindanálgunum og sjávarútvegur. Þannig verður til vegvísir að sjálfbærari ferðaþjónustu en nú tíðkast.

Ýmsum aðferðum er beitt til að stýra straumi ferðamanna og takmarka aðgengi að stöðum eða landsvæðum, t.d. auglýsingar og kynningar sem auka áhuga á vannýttum stöðum, samhliða uppbyggingu innviða og afþreyingar. Einnig má marka ítölu gesta og stjórna aðgengi við innkomustaði. Enn ein aðferð er að nýta mörkuð bílastæði sem meginleið inn á stað eða svæði. Þá er óheimilt að leggja annars staðar í grendinni og aðkoma af sjó eða úr lofti bönnuð. Loks er hægt að nota gistiaðstöðu til að takmarka aðgengi. Víða má nota rafrænar leiðir til þess að miðla upplýsingum um laust aðgengi eða að ítölu hafi verið náð.

Gjald fyrir inngöngu í þjóðgarða, á friðlýst svæði og einkastaði, komu- eða brottfarar- eða bílastæðagjöld, og fleira skylt, eru ekki vel virk tæki til aðgangsstýringar. Slík gjöld flytja einungis til þungann í straumnum eftir efnahag gesta en stýra litlu, staðbundið. Hækkun meðalferðakostnaðar á viku (200-300 þúsund kr. á mann) um fáein prósent vegna gjaldtöku gerir varla gæfumun í augum efnaðri hluta ferðamanna.

Mikilvægt er að stjórn og stjórnarandstaða hafi samráð um helstu skref sem gera eiga út um skipulag og takmarkanir ferðaþjónustu á næstu árum. Nóg annað er til að bítast um í stjórmálum þótt fundið verði sæmilegt jafnvægi á milli nýtingarstefnu og verndarstefnu í ferðaþjónustu. Óheftur vöxtur eða rányrkja á ekki að vera í boði þar fremur en annars staðar.

Ari Trausti Guðmundsson

Höfundur er þingmaður VG. Greinin birtist í Fréttablaðinu.