Fréttir

Skammtímahugsun í samgöngu- og skipulagsmálum

Eitt af því sem sem hefur komið mér mest á óvart við kosn­inga­bar­átt­una er hversu ótrú­lega fátæk­leg umræðan um skipu­lags­mál en þó sér­stak­lega sam­göngu­mál hefur ver­ið. Hversu yfir­bor­sð­kenndum nótum hún hefur ver­ið. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og ótal fylgi­hnettir hans á hægri­jaðri pólítíska lit­rófs­ins hafa keppst við að for­dæma borg­ar­lín­una og skipu­lags­stefnu meiri­hlut­ans: Það sé of dýrt og tíma­frekt að þétta byggð eða leggja borg­ar­línu. Þetta sé allt „fram­tíð­ar­mús­sík“. Í stað­inn eigi að rjúka í bygg­ingu nýrra úthverfa og leggja nýjar hrað­brautir og greiða götu verk­taka með því að „ryðja burt hindr­un­um“.

Allt eru þetta hins vegar skamm­tíma­lausnir: Meira verk­takaræði, meira af hrað­brautum og mis­lægum gatna­mót­um, meira af mal­biki.

Meira af því sem sama sem við höfum verið að gera síð­ustu ára­tugi. Þessar „lausnir“ gera ekk­ert til að taka á lang­tíma­vanda­mál­unum sem við stöndum frammi fyr­ir. Bæði vax­andi umferð og lengri ferða­tímar, og það sem er alvar­legra: auk­inni meng­un. Stöðugt meira af landi sem fer undir hrað­brautir og umferð­ar­mann­virki. Það þarf bara að horfa til Banda­ríkj­anna til að sjá hvers­konar ógöngum borgir lenda í þegar þær eru byggðar eftir þess­ari for­skrift.

Lang­tíma­hugsun í sam­göngu­málum

And­stæð­ingar borg­ar­lín­unnar og þétt­ingar byggðar hafa ekki sett fram raun­veru­lega fram­tíð­ar­sýn fyrir skipu­lags­mál borg­inn­ar. Þess í stað boða þeir að við höldum áfram á sömu braut og gefa í.

Að vísu virð­ast sumir átta sig á því að það sé vondur mál­staður að verja að vera á móti almenn­ings­sam­göng­um. Því lofa þeir í öðru orð­inu að efla Strætó. Það er hins vegar skrýtið að stilla borg­ar­línu og Strætó upp sem val­kost­um: Borg­ar­línan er ein­fald­lega sýn á það hvernig við byggjum upp öfl­ugar almenn­ings­sam­göngur til langs tíma.

Borg­ar­lín­an, þ.e. kerfi sér­a­kreina fyrir hrað­vagna sem geta flutt fólk hratt og örugg­lega á milli hverfa er hryggjar­stykki fram­tíðar almenn­ings­sam­gangna­kerf­is­ins: Hún tekur við hlut­verki stræt­is­vagn­anna sem í dag keyra fólk úr úthverf­unum niður í bæ. Fólki mun áfram fjölga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og það munu bæt­ast við ný úthverfi á næstu 20, 30 og 40 árum. Við þurfum að hanna sam­göngu­kerfi borg­ar­innar í sam­ræmi við það og sjá til þess að íbúar þess­ara hverfa hafi raun­hæfa val­kosti í sam­göng­um. Öll umferð­ar­módel sýna að gatna­kerfi borg­ar­innar myndi ella ekki bera alla þá auknu umferð, en líka vegna þess að við getum ekki reiknað með því að allir sem flytj­ast í þessi hverfi muni vilja eða geta átt bíl. Það hefur t.d. verið byggt mikið af stúd­enta­í­búðum í Úlf­arsár­dal. Ungt fólk vill geta valið hraðar vist­vænar sam­göng­ur.

Borg­ar­lína, er ein for­senda þess að við getum þétt byggð í Reykja­vík. Reykja­vík er strjál­býl borg sem er hönnuð út frá því að fólk fari nán­ast allra ferða akandi. Fyrir vikið neyð­ast flestir til að eiga bíl, sem er bæði dýrt og meng­andi.

Þétt­ing byggðar gengur út á að hverfa af þess­ari braut, hanna sjálf­bær hverfi þar sem þjón­usta og menn­ing er í göngu­færi og stutt er í almenn­ings­sam­göng­ur. Borg sem er byggð til að mæta þörfum fólks, ekki bíla. Þessi sýn á þróun borg­ar­innar er ekki bara fal­legri en hrað­brauta- og úthverfa­borgin sem and­stæð­ingar þétt­ingar byggðar og borg­ar­línu sjá fyrir sér, heldur er hún bein­línis lífs­nauð­syn­leg. Fram­tíð jarð­ar­innar er í húfi.

Fyrir okkur ungt fólk skiptir máli hvernig borgin mun líta út eftir 20, 30 eða 40 ár. Við viljum ekki skamm­tíma­lausnir og meira af því sama, úthverfa­borg með hrað­brautum og mal­biki. Ég mun beita mér fyrir ann­ars­konar lang­tíma­sýn: Borg þar sem fólk býr í sjálf­bærum hverfum þar sem þjón­usta er í göngu­færi og vist­vænar sam­göngur eru raun­veru­legur val­kost­ur.

Höf­undur skipar 4 sæti á fram­boðs­lista Vinstri grænna fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.