Skilaboð varðandi flokksráðsfund og sumarferð

Ágætu flokksráðsfulltrúar og aðrir gestir!

 

Enn er hægt að skrá sig á flokksráðsfund og í sumarferð – en nú fer hver að verða síðastur.

 

Hætt hefur verið við að bjóða upp á rútuferð úr Reykjavík sökum þess að færri höfðu áhuga á þeim valkosti en gert var ráð fyrir. Í stað rútuferðar verður sameinast í bíla. Mæting kl. 8:15 frá Fjölbraut við Ármúla, laugardagsmorguninn 19. ágúst. Öllum sem höfðu óskað eftir fari í rútunni verður séð fyrir fari bæði fram og til baka. Að öðru leyti stendur dagskrá flokksráðsfundar og sumarferðar óbreytt. Ekki hika við að hafa samband við skrifstofuna ef einhverjar spurningar vakna.

 

Krafa vegna hádegisverðar á flokksráðsfundi mun birtast þeim sem hann pöntuðu í heimabanka í dag. Við mælum með að gestir greiðið matinn fyrir fund (2.500 kr.), því á fundinum mun hann kosta 2.700 kr.