Skráning hafin í málefnahópa

Kæru félagar.

Nú leitum við til ykkar um stefnumótun fyrir næsta landsfund!

Á síðasta flokksráðsfundi kynntum við þá málefnahópa sem starfa munu fram að landsfundi 6.-8. október nk. Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt í að móta stefnuna og taka virkan þátt í öflugu starfi Vinstri grænna.

Hér er hægt að skrá sig frá og með deginum í dag og fram á föstudaginn 12. maí. Ef félagar vilja skrá sig við síðara tækifæri geta þeir haft samband við skrifstofu en það er auðvitað best að vera með frá upphafi!

Málefnahóparnir eru eftirfarandi ásamt hópstjórum:

HÓPUR HÓPSTJÓRI
Alþjóðamál og mannréttindi Auður Lilja Erlingsdóttir
Alþjóðamál og mannréttindi Daníel Haukur Arnarsson
Atvinnumál Bergþóra Benediktsdóttir
Atvinnumál Elías Jón Guðjónsson
Efnahagsmál Björn Valur Gíslason
Efnahagsmál Katrín Jakobsdóttir
Húsnæðismál Kolbeinn H. Stefánsson
Húsnæðismál Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
Jafnréttismál Andrea Hjálmsdóttir
Jafnréttismál Gestur Svavarsson
Neytendamál Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Neytendamál Jakob S. Jónsson
Neytendamál Ingimar Karl Helgason
Orkumál Álfheiður Ingadóttir
Orkumál Orri Páll Jóhannsson
Sjávarútvegsmál Edward Huijbens
Sjávarútvegsmál Svandís Svavarsdóttir
Sveitastjórnarmál Ólafur Þór Gunnarsson
Sveitastjórnarmál Sif Jóhannesdóttir
Umhverfismál Einar Bergmundur
Umhverfismál René Biasone
Umhverfismál Hildur Knútsdóttir
Velferðar- og mennta- og heilbrigðismál Brynhildur Björnsdóttir
Velferðar- og mennta- og heilbrigðismál Sigursteinn Másson
Velferðar- og mennta- og heilbrigðismál Sigríður Gísladóttir
Vinnumarkaðs- og verkalýðsmál Drífa Snædal
Vinnumarkaðs- og verkalýðsmál Torfi Stefán Jónsson