Skýrsla Environice: „Er olíuvinnsla á Drekasvæðinu góð hugmynd?“

Í tengslum við málþing Vg um olíuleit og loftslagsbreytingar sem haldið var um helgina var Environice umhverfisráðgjöf fengin til að taka saman skýrslu um hugsanlega olíuleit og olíuvinnslu við Drekasvæðið og áhrif þess á umhverfið. Í framhaldinu af málþinginu var ákveðið að birta skýrsluna opinberlega hér á heimasíðunni og má nálgast hana hér á pdf-formi.

Í samantekt skýrslunnar segir meðal annars:

„Meginniðurstaða minnisblaðsins er sú að olíuleit og –vinnslu á Drekasvæðinu fylgi fyrirsjáanlega mikil umhverfisleg áhætta. Efnahagsleg áhætta sé einnig veruleg. Háar tölur um mögulegan þjóðhagslegan ávinning hafi verið nefndar, en ekki virðist hafa verið lagt mat á hugsanlegt efnahagslegt tjón. Augljóst megi telja að ákvörðun um að leyfa hvorki leit né vinnslu á svæðinu myndi fela í sér, eða hefði falið í sér, veruleg tækifæri, bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti. Sá ávinningur sé vissulega óþekkt stærð og alls ekki í hendi, en í reynd megi segja það sama um þjóðhagslegan ábata af verkefninu. Útreikningar á ábatanum af olíuvinnslu byggi vissulega á þekktri aðferðafræði, enda sé þar verið að endurtaka eitthvað sem oft hefur verið gert áður. Útreikningur á ávinningi þess að fara hvorki út í olíuleit né –vinnslu snúist hins vegar um nýsköpun og spár um framtíð sem enginn hafi reynslu af.“

Sækja skýrslu á PDF