Stjórnarmyndunarviðræðum hefur verið slitið

Framsóknarflokkurinn hefur slitið stjórnarmyndunarviðræðunum sem hafa staðið yfir síðan á föstudagsmorgun.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur lýst því yfir að þetta hafi verið mikil vonbrigði. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“sagði Katrín á Facebook-síðu sinni.