Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar kveður

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík, stýrði sínum síðasta fundi í Reykjavík í gær, kvaddi stjórnmálin og er flutt til Hollands, þar sem hún stundar nú meistaranám.

Sóley hefur gegnt fjölbreyttum trúnaðarstörfum fyrir VG, setið í stjórn og framkvæmdastjórn sem ritari.  Sóley hefur beitt sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum, en er þekktust fyrir baráttu sína fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum. Síðastliðin tíu ár hefur Sóley hefur unnið í borgarstjórn, og á þessu kjörtímabili var hún forseti borgarstjórnar.

Þegar Sóley tilkynni um brotthvarf sitt úr borgarstjórn fyrr á árinu, sagði hún um stjórnmálin. „Pólitíkin mun alltaf fylgja mér – enda er lífið eitt pólitískasta viðfangsefni sem við tökumst á hendur. … Um Reykjavík sagði Sóley. „Reykjavík er frábær borg og verður stöðugt betri. Vinstri græn eiga sinn þátt í því og munu halda áfram að stuðla að sanngjarnari, grænni og femínískari borg.“

Líf Magneudóttir tekur við af Sóleyju, sem  forseti borgarstjórnar. Vinstri græn þakka Sóleyju samfylgdina í bili og óska Líf Magneudóttur velfarnaðar í starfi forseta.