Staða framkvæmdastjóra í norrænu samstarfi

Vinstri græni flokkahópurinn í Norðurlandaráði VSG og Norrænt samstarf formanna vinstri flokka, NGLA auglýsir eftir nýjum framkvæmdastjóra frá 1. September 2016. Núverandi framkvæmdastjóri lætur af störfum í nóvember. VSG hópur Vinstri Grænna í Norðurlandaráði samanstendur af sjö þingmönnum ólíkra flokka frá öllum Norðurlöndum, nema Færeyjum og Álandseyjum, en færeyskur þingmaður bætist í hópinn á næsta ári. Flokkarnir eru Einingarlistinn, Alternativet frá Danmörku og Socialistisk Folkeparti frá Danmörku, Vänsterforbundet i Finnlandi, Tjodveldi í Færeyjum, Sosialistisk Venstreparti í Noregi, Vänsterpartiet i Svíþjóð, Vinstri Græn á Íslandi og Inuit Ataqatigiit á Grænlandi.
Helstu verkefni framkvæmdastjórans eru að stýra pólitískum og praktískum verkefnum í samstarfi flokkanna í Norðurlandaráði, en einnig í samstarfi formanna og framkvæmdastjóra flestra sömu flokka.
Umsækjendur um stafið þurfa helst að hafa reynslu af pólitískum vettvangi, reynslu af norrænu eða öðru alþjóðlegu samstarfi og mjög góða tungumálakunnáttu í norrænum tungumálum. Starfið krefst hæfileika til að vinna sjálfstætt og að sýna frumkvæði. Góðir samstarfshæfileikar eru skilyrði og áhugi á að byggja tengsl á milli landa og landssvæða á Norðurlöndum. Skrifstofan er höfuðborg í einu Norðurlandanna. Laun skulu hliðstæð launum framkvæmdastjóra flokksins í heimalandi framkvæmdastjórans. Ráðningin er tímabundin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir, núverandi framkvæmdastjóri samstarfsins, Björg Eva Erlendsdóttir eða formaður Vinstri Grænna flokkahópsins í Norðurlandaráði, Steingrímur J. Sigfússon. Frekari upplýsingar um starfsemi VSG má nálgast á heimasíðu Norðurlandarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn:

http://www.norden.org

Umsóknum skal skilað á frjálsu formi, til núverandi framkvæmdastjóra fyrir 1. ágúst á netfangið
beva@alhtingi.is