Starfshópur um bólusetningar barna

Fimm þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um skipan starfshóps er kanni tilhögun bólusetninga barna. Síðasta skýrsla landslæknisembættisins um bólusetningar frá árinu 2014 hafa gefið tilefni til fyrirspurna og umræðna um bólusetningar.

,,Mislingar hafa gert vart við sig allvíða á Vesturlöndum og greiðari aðgangur er nú að upplýsingum um bólusetningar barna hér á landi en á fyrri árum. Þessar ástæður gefa tilefni til að tilhögun bólusetninga barna verði skoðaðar enn frekar. Það hefur enn fremur haft sitt að segja að landlæknisembættið hefur lagt á það meiri áherslu upp á síðkastið en áður var gert að halda saman tölum um ónæmisaðgerðir á börnum á landsvísu og birta þær.” segir m.a. í þingsályktunartillögunni.