Réttlátt skattkerfi

Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning á Íslandi. Hins vegar ætlum við að hliðra til innan skattkerfisins til að gera það réttlátara. Kjör almennings verða sett í forgang og um leið stöðvuð sú þróun að þeir ríku verði áfram ríkari á sama tíma og aðrir sitja eftir.

Sjálfbær vöxtur

Við munum tryggja að vöxtur verði sjálfbær, ekki verði gengið um of á auðlindir landsins og hagsældin skiptist með réttlátum hætti. Endurvekjum tillögur um græna hagkerfið með hliðsjón af loftslagsmarkmiðum og grænum vexti.

Heilbrigt fjármálakerfi

Við munum tryggja þverpólitíska og faglega vinnu um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið áður en teknar verða frekari ákvarðanir um sölu ríkisbanka. Þar verði hagur almennings og atvinnulífs leiðarljós.

Peningastefna sem fer saman við ríkisfjármálastefnu

Til að tryggja lága verðbólgu og vaxtastig þarf ríkisfjármálastefna að haldast í hendur við peningastefnu. Þar þarf að byggja á varkárni og réttlátri skiptingu gæðanna.

Sátt á vinnumarkaði

Sátt á vinnumarkaði byggist á því að ná sátt um skattkerfið og velferðarsamfélagið. Efnahagslegur og félagslegur stöðugleiki þarf að fara saman og mun ekki nást nema með því að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að slíkri sátt.