Bætum kjör eldra fólks

Bæta þarf kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri, hann fylgi launaþróun, og tryggja að enginn sé lengur undir fátæktarmörkum. Hækka þarf frítekjumark vegna atvinnutekna þannig að eldra fólki sé gert kleift að vinna lengur.

Sveigjanleg starfslok

Samstarf þarf við vinnumarkaðinn í því skyni að gera gangskör að auknum möguleikum eldra fólks á hlutastörfum og sveigjanlegum starfslokum.

Fjölbreytt búsetuúrræði

Við þurfum dvalarheimili og þjónustuíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem hafa þörf fyrir meiri þjónustu í daglegu lífi. Þessi heimili verða byggð í samstarfi sveitarfélaga, lífeyrissjóða og ríkisins.

Átak í hjúkrunarheimilum

Gera þarf átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila þannig að komið verði til móts við þörfina að fullu á næstu 10 árum.

Eldra fólk er auðlind

Tryggjum þátttöku eldra fólks á öllum sviðum samfélagsins og aukum þannig samfélagsauðinn.